Fræðsluskjálfti

Skjálftasetrið á Kópaskeri og Gljúfrastofa í Ásbyrgi hafa tekið höndum saman, með aðstoð kennara úr Öxarfjarðarskóla, og útbúið kennsluverkefni í tengslum við heimsókn nemenda á þessi tvö fræðslusetur. Verkefnið gengur út á það að kynna fyrir nemendum starfsemi Skjálftaseturs og Gljúfrastofu með sérstakri áherslu á jarðskjálfta og þar af leiðandi Kópaskersskjálftann sem skók Norðausturland 13. janúar 1976. Inn í þetta fléttast svo fræðsla um ýmis jarðfræðifyrirbrigði í nágrenni Kópaskers og Ásbyrgis. Verkefnið er styrkt af NEED (Northern Environmental Education Development), Menningarmálaráði Eyþings og Norðurþingi, sjá nánar á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

 

 

 


Knúið áfram af 123.is